| The Complete 
		
		Fornaldarsögur Norðurlanda Legendary Sagas of the Northland in English Translation | |||
| [HOME][BACK] | |||
| Ásmundar Saga Kappbana  | The Saga of Asmund the Champion Slayer | ||
| "The main MSS are SKB 7 4to of the early 
		14th century and AM 586 4to of the 15th century" | 
		Translated by George L. Hardman | ||
| 1. Frá sverðasmíði | 
		
		
		Chapter 1:  Of the Forging of the Sword | ||
| Buðli er konungur nefndur. Hann réð fyrir Svíþjóðu, ríkur og ágætur. Það var háttur hans að elska mjög smiðu, þá er hann fékk hagasta og honum gerði gersemar, Hann átti drottningu og dóttur, er Hildur hét. Það varð þar til tíðenda, að drottning andaðist, og var konungur kvánlauss. Þess er getið, að eitt kveld kómu tveir menn til konungs og gengu fyrir hann með kveðju. Konungur spurði, hverir þeir væri, en annarr nefndist Olíus, en annarr Alíus, --"og vildim við hér veturvist þiggja." Hann spurði, er þeir væri hagleiksmenn nokkurir eða búnir við íþróttum. Þeir kváðust kunna að gera hagliga hvern hlut, þann er smíða skyldi. Konungur vísaði þeim til sætis og bað þá þar vera. Í þenna tíma var með konungi boð nokkuð, en um kveldið kómu í höllina smiðir konungs og sýndu honum smíðið, gull eða vopn. Svo gerðu þeir ávallt, ef menn kómu þangað, konungi til frægðar. Allir menn lofuðu smíði þeira nema gestir. Þeir ræddu fátt um. Knífur einn var í því smíði vandaður. Þetta var sagt konungi, og kveðst hann ætla, að þeir mundi eigi betur smíða. Hann kallar þá til sín og mælti: "Hví 
		eru þið svo tregir til að lofa það smíði, er hér er fram borið, eða 
		kunni þið betur að gera?"  Konungur bað þá gera þá smíð, er til afbragðs mætist, -- "ef þið vilið eigi vera falsarar." Þeir kváðust brátt munu reyna, að þessi smíð er lítils verð og eigi góð. Þeir settu knífinn í rönd borðsins fyrir konung, og lá hjá þegar eggin. Þeir báðu konung þar taka við gersemi sinni, en kváðust freista mundu að gera annan kníf. Konungur bað þá svo gera, og síðan gerðu þeir kníf einn og færðu konungi. Hann brá á kamp sér, og tók af kampinn og skinnið, svo að í holdi nam staðar. 
 Konungur mælti: "Það mun satt vera, að þið munuð hagir menn, og, nú skulu þið gera mér gullhring," og svo gerðu þeir og færðu konungi. 
 Hann leit á og mælti: "Það er rétt sagt, að ég hefi eigi séð meiri gersemi í einum gullhring," og svo mæltu allir er sá. 
 Konungur kvað slíkt tíginna manna þjónustumenn, og síðan mælti hann: "Nú skulu þið gera mér tvö sverð, þau er eigi beri minna af öðru smíði en þessi smíð ykkur, og þeim sé hvergi þess til höggvið, er þau bíti eigi." 
 Olíus kveðst það eigi vilja og lést eigi örvænt þykkja, að nokkuð mikið mundi á liggja, ef þeir gerði nauðgir, og kvað til hófs best að búa. Konungur kvað þá gera skyldu, hvort er þeir gerðu nauðgir eða eigi. 
 Síðan setjast þeir til smíðar og gerðu tvö sverð, sérhvárr þeira, og gengu síðan fyrir konung og sýndu honum sverðin. Konungur leit á, og sýndust honum vænlig, "eða hverir fylgja kostir?" 
 Olíus segir, hann kvað hann því hvergi mundu til höggva, að það mundi eigi bíta, --"Og hygg ég á því munu vera enga annmarka." Konungur segir: "Þá er gott, og verðum vér að reyna, hversu staðgott væri," og skaut oddinum í öndugissúlu og lagðist lítt sverðið, og síðan reisti hann það í glugg einum. 
 Smiðurinn kvað það ofraun sverðinu og lét það til höggs búið, en eigi til reistingar. Konungur kvað það eigi mundu högg standast, ef það brotnaði í slíkum tilraunum. Og nú reyndi hann það sverð, er Alíus hafði gert, og hljóp það aftur sem skíð, og að öllu var það vænligra en hitt, og stóðst hvárttveggja þær raunir, er konungur gerði. Konungur mælti: "Þetta er enn betra, er 
		Alíus hefir gert, og er hvárttveggja gott, eða hver náttúra fylgir?"
		 Síðan tók konungur það sverð, er Olíus hafði gert, og vildi brjóta, og þá brast sverðið við hjaltið. Konungur bað hann betra sverð gera, og síðan gekk hann reiður til smiðju og gerði sverð og fékk það konungi. Hann hafði nú allar slíkar raunir sem við ið fyrra, og stóðst þetta allar. Konungur mælti: "Nú hefir þú vel gert, eða er nú ekki hér á til vandkvæðis?" Hann segir: "Járngott er sverð, enda 
		munu nú nokkur forföll á liggja til hamingju brots, því að það mun verða 
		að bana inum göfgustum bræðrum, dóttursonum þínum." 
		 Konungur mælti: "Spá þú manna armastur; 
		nú skal bræðrum að bana verða og þó ógöfgum," og hjó til hans, en þeir 
		voru þá horfnir með skjótri brautför og neyttu þá innar neðri leiðar.
		 Konungur mælti: "Þetta eru miklir óvinir, og við því skal vinna, að sverð geri mannigi mein." Konungur lét þá gera stokk að sverðinu með blýi og lét sökkva niður í Löginn hjá Agnafit. | The king was named Budli. He ruled Sweden, rich and splendid. It was his custom to value metal working quite highly. He got the most skilful smiths who made treasures for him. He had a queen, and daughter, who was named Hilda. That was until the news that the queen had died, and the king was a widower. It so happened that one evening two men came to the king and went before him 
with greetings. The king asked who they were: one was named Olius and the other 
Alius, -- “and we would like to request winter quarters.” | ||
| 2. Fæddur Hildibrandur Húnakappi | Chapter 2: The Birth of Hildibrand, Champion of the Huns | ||
| Helgi hét konungur ágætur. Hann var hermaður mikill. Helgi 
fór með herskipum á fund Buðla konungs og gerði honum orðsending, að hann mundi 
þar friðmaður vera, og kveðst vilja kannast við hann og þiggja að honum veislu. 
Konungur tók því vel. Helgi konungur gekk upp til hallar og fékk þar góðar 
viðtökur. Hildibrandur hét faðir Helga konungs, er réð fyrir Húnalandi.  Helgi konungur mælti þá: "Birta mun ég minn vilja til yðar 
		með tilmæli ráðahags við dóttur yðra. Má ég sjá hvárttveggja að þessu 
		sæmd, mig til landvarnar við yður, en ríki yðart til móts."  Buðli konungur segir: "Ég vil yðru erendi vel svara með 
		samhuga hennar við oss."  Og síðan var þetta mál kært við hana, en hún geldur til 
		samþykki vilja föður síns, og er nú aukin veislan eftir tiginna manna 
		sið, og fær Helgi konungur Hildar, dóttur Buðla konungs, og síðan voru 
		þeir mágar samhuga og var Buðla konungi mikið traust að Helga konungi.
		 Þau Hildur áttu son, er Hildibrandur hét, er manna var 
		vænstur, og þegar er hann dróst á fætur, þá mælti Helgi konungur, faðir 
		hans: "Þinn fósturfaðir skal vera Hildibrandur inn ríki, faðir minn, í 
		Húnalandi, og er þá vænst, að þín forlög verði mátuligust."  Helgi konungur sendi nú þangað sveininn. Hildibrandur konungur tók ágætliga við honum og kveðst vænta, að þar mundi upp fæðast einn kappi. Eftir það fór Helgi konungur í hernað, en Buðli konungur gerðist gamall löndum að stýra. | 
 There was a splendid king 
named Helgi. He was a great warrior. Helgi went with his warships to a meeting 
with King Budli, and brought him a message that he would be a free-man there, 
and said that he would be on good terms with him, and invite him to a feast. The 
king welcomed that. King Helgi went up to the hall and received a good welcome 
there. The father of King Helgi was named Hildibrand, who ruled over Hunaland.
 | ||
| 3. Fæddur Ásmundur kappabani | 
		
		
		Chapter 3: The Birth 
of Asmund Champion Slayer | ||
| Álfur hét konungur, er réð fyrir 
Danmörku. Dóttir hans hét Æsa in fagra. Hún var fræg víða um lönd af vænleik 
sínum og hannyrðum. Áki hét einn ríkur kappi í Danmörku. Hann var í kærleikum 
miklum við konung, og Álfi konungi var að honum mest traust. 
 Konungur kallaði hann til sín og mælti: 
		"Hernað viljum vér drýgja í sumar og taka það ríki undir vora eign, er 
		áður liggur gæslulaust, en þó frami að, ef náist." 
		 Kappinn svarar: "Herra, hvar viti þér 
		ríki falt?"  Konungur mælti: "Buðli konungur er nú 
		örvasi að aldri, og viljum vér leggja undir oss hans ríki." 
		 Áki segir: "Eigi vil ég þess letja að 
		gera stórræði, og mun enn sem fyrr eftir framaverk, að þér munuð laun 
		hyggja vinum yðrum fyrir sitt starf." 
		 Síðan bjuggu þeir Álfur konungur og Áki 
		her sinn og herjuðu í Svíþjóð á ríki Buðla konungs og gerðu þar mikið 
		hervirki í manndrápum og fjárupptektum. En er Buðli konungur spyrr 
		þetta, stefnir hann saman sínum her og fær lítið lið, er styrkur Helga, 
		mágs hans, var fjarri, en þó helt hann sókn upp og var borinn ofmagni og 
		fell í þeiri orrostu, en Álfur konungur tók að herfangi dóttur hans og 
		allmikið fé, og fara nú heim við svo búið. 
		 Þá mælti Álfur: "Svo hefir oss til 
		handa borist, að vér höfum gnógt ríki og fé, en fyrir þitt liðsinni, 
		Áki, vil ég gifta þér Hildi Buðladóttur, þótt hún eigi áður bónda."
		 Áki segir: "Hver munu önnur skapfelldri 
		laun en þessi? Og eigi þykki mér að verra, þótt Helgi konungur eigi hana 
		áður."  Eftir það gekk Áki að eiga Hildi, og áttu þau einn son. Sá hét Ásmundur. Hann var snemma mikill og sterkur og lagðist í víking, þegar hann mátti, og braut undir sig mikinn hermanna afla. 
 | 
There was a king named Alf, who ruled Denmark. His 
daughter was named Aesa the Fair. She 
was well known in many lands for her beauty and for her skill in embroidery. 
There was a powerful champion in Denmark named Aki. He was quite close to the 
king, and King Alf trusted him highly. | ||
| 4. Hildibrandur felldi Álf konung | Chapter 4: Hildibrand Felled King Alf | ||
| Nú er þar til máls að taka, er Hildibrandur er, bróðir hans, 
sonur Helga konungs, en Helgi konungur fell í hernaði. Hildibrandur braut undir 
sig mikinn afla og sveimðaði víða með her sinn. Hann var mægður við þann konung, 
er Lazinus hét. Hann var einn inn ríkasti konungur. Hann sótti þangað með 
vinganarorðum til mágs síns, og var honum þar vel fagnað. Hann tók nú að gerast 
framgjarn mjög, er aflinn óx.  Þá voru hertugar göfgir og ættstórir í Saxlandi. Hildibrandur 
		Húnakappi fór nú á hendur þeim og kvaðst vilja, að þeir gerði honum 
		slíka virðing sem hann beiddi eða þeir mundi sem aðrir sæta afarkostum. 
		Þeir hertugarnir áttu systur, og var hún mest að ráðum, því að hún var 
		þeira vitrust. Síðan áttu þau eintal og ætlast fyrir, hvað af skyldi 
		kjósa.  Hún kvað það meira ráð að vægjast til hans með skattgjaldi en 
		eiga orrostu, --"og er það ráð að ætla sér hóf, en snúast þá til 
		mótstöðu, er styrkur er nokkurr," kvað hér svo mundu fara sem í öðrum 
		stöðum, að hann mun sigrast.  Síðan sögðu þeir hertugarnir, að þeir vilja játa honum 
		skattgjaldi. Hann kvað það forsjáligt, og sættast á það  Hildibrandur Húnakappi braut nú margar þjóðir undir sig. Hann 
		spyrr nú þau tíðendi, fall Buðla konungs, móðurföður síns. Hann stefndi 
		þá her að sér af nýju og kvaddi þings.  Hann mælti, kvað mönnum kunnigt, hverr vandi á var, að fara í 
		hernað en lét eigi að högum til skipt, ef herja skyldi á víkinga eða á 
		aðra menn fyrir litla sök eða enga, en hefna eigi móðurföður síns.  Eftir það flutti hann herinn í ríki Álfs konungs og kvað Dani hafa kennt aðför um búshagi. Hann lét eisa eldum og brenna víða. Álfur konungur sótti nú í mót með her sinn, og þegar þeir fundust, börðust þeir. Hildibrandur Húnakappi hafði berserkja náttúru, og kom á hann berserksgangur. Ekki var Áki hertugi við þessa orrostu, því að hann var í hernaði. Hildibrandur Húnakappi gekk í gegnum fylkingar Álfs konungs, og var illt fyrir honum að verða. Hjó hann á tvær hendur sér og sótti grenjandi að konungsmerkinu, og í þessi orrostu fell Álfur konungur og margt lið hans, og eftir það fóru Húnar aftur. Hildibrandur gerist þá allra manna frægastur og sat jafnan að búum sínum á vetrum, en herjaði á sumrum. | Now to turn to the situation, about Hildibrand, his brother, 
the son of King Helgi, when Helgi fell in plundering. Hildibrand brought under 
himself a great force, and wandered about widely. He was a relative of that king 
who was named Lazinus. He was one of the most powerful kings. He came to his 
in-law with friendly words, and was well received. He then took to ambition, as 
his power and fame grew. | ||
| 5. Ásmundur náði sverðinu góða | Chapter 5: Asmund Got the Good Sword | ||
| Þar er nú til máls að taka, er Ásmundur Ákason var í hernaði, 
og þótti víkingum hann ósvífur í atlögum og harðgerr. Eyvindur skinnhöll hét 
maður, danskur að ætt, vænn maður, ríkur og auðigur og barst á mikið. En er þeir 
feðgar, Áki og Ásmundur, kómu ór hernaði, þá voru þeim sögð þessi tíðendi, fall 
Álfs konungs. Þeir sátu nú í kyrrðum. Ásmundur vissi eigi frændsemi milli þeira 
Hildibrands, því að móðir hans sagði honum ekki frá.  
 Eyvindur skinnhöll fór á fund Æsu innar fögru konungsdóttur 
		og kveðst mæla vilja til ráðahags við hana, kvað henni vera kunnigan 
		mannasóma sinn og fjáreign, ætt hans og framkvæmd. Hún kveðst hafa mundu 
		við ráð vina sinna um annsvör.  Eftir þetta berr hún málið fyrir þá Áka og Ásmund, fóstbróður 
		sinn. Áki kveðst þessa ekki mundu fýsa. Þá mælti Ásmundur: "Ekki skaltu 
		eiga Eyvind. Mig skaltu eiga."  Hún segir: "Fóstbróðir, meira hefir hann nú yfirlæti í 
		landinu og býr ríkuligar, en það munda ég ætla, að þú mundir hafa 
		manndóm meira."  Ásmundur mælti: "Legg til hamingju þína með mér, og má þá 
		verða báðum okkur vegur að þessi ráðagerð."  Hún mælti: "Þann ykkarn skal ég eiga," segir hún, "er mér fær fegri hendur í haust ór hernaði." 
 En er að hausti kom, sóttu þeir báðir á fund konungsdóttur, 
		hvárr með sínum mönnum. Eyvindur gekk fyrri fram og bað konungsdóttur 
		líta á sínar hendur.  
 Æsa in fagra mælti: "Vel hafa þessar hendur varðveittar verið 
		og eru hvítar og fagrar, hafa lítt litað sig í blóði né ófegraðar í 
		höggum. Sjám nú, Ásmundur, þínar hendur," segir hún.  Hann rétti fram sínar hendur, og voru þær öróttar og heldur 
		dökkvar af blóði og vopnabiti, og er hann brá frá klæðunum, þá voru þær 
		hlaðnar hringum gulls til axlar.  Þá mælti konungsdóttir: "Það mun þó mitt atkvæði, að Ásmundar 
		hendur sé fegri með öllu saman, og ertu, Eyvindur, frá ráðinn þessum 
		ráðahag."  Ásmundur mælti: "Þá mun ég til kosinn, frú."  Hún segir: "Fyrr skaltu hefna föður míns, því að þann einn 
		samir mér mann að eiga, er þess rekur réttar og viðr sér frama á 
		Hildibrandi Húnakappa."  Þá mælti Ásmundur: "Hversu má hann vinnast, er engi sigrast á 
		honum eða hvert ráð leggur þú til?"  Hún segir: "Heyrt hefi ég, að sverð sé fólgið í Leginum hjá 
		Agnafit, og heyrt hefi ég ummæli á því, ef það sverð væri borið í móti 
		því, er Hildibrandur hefir, að hans sverð skyldi undan láta. En í nánd 
		vatninu býr gamall hóndi, vinur minn, og mun hann gera þér farargreiða 
		með mínu tilstilli."  Ásmundur kvað það mundu á finnast, að hann var gjarn til 
		ráðahags við hana, ef hann segði sig í þessa hættu.  Eftir þetta fór Ásmundur einn saman til bóndans og sagði 
		honum sitt erendi og orðsending konungsdóttur. Bóndinn bað hann 
		velkominn. Hann horfði mjög á Ásmund of kveldið.  Hann kvað sök til vera. Ásmundur mælti: "Hversu lengi hefir 
		þú hér búið?"  Hann kveðst þar hafa búið allan aldur sinn, --"en þar hygg ég 
		nú að því, að hér gistu fyrir löngu sendimenn Buðla konungs, en þeir 
		fóru með Hildibrand til fósturs til Hildibrands konungs, en þig hefi ég 
		séð annan vænligastan en hann og honum líkastan að svip."  Ásmundur mælti: "Eigi veit ég, að með okkur sé nein skylda, 
		eða hvað veistu til sverðs þess, hvar fólgið sé, er afrek er frá sagt?"
		 Hann segir: "Hér var ég, þá er því var sökkt, og gerla hefi 
		ég mið til, hvar það er fólgið, og mun enn vera óspillt, að því er ég 
		hygg."  Þá mælti Ásmundur: "Fyrir orðsending konungsdóttur þá flyttu 
		mig þangað.  Hann kvað sva vera skyldu. Hann hafði með sér flikki stór og 
		eldiskíð.  Ásmundur mælti: "Hvað skal þetta, búandi?  Hann svaraði: "Ærit mun þér kalt, er þú kemr upp, þótt þú 
		bakir þig við þetta."  Ásmundur mælti: "Þú ert ráðugur mjög."  Síðan fóru þeir á skipi, og þá er minnst varir Ásmund, mælti 
		búandi: "Hér svona."  Síðan hljóp Ásmundur fyrir borð og kafaði, og er hann kom 
		upp, þá vildi hann niður öðru sinni.  Bóndi mælti: "Það hæfir þér eigi, bakastu nú og snæð," og svo 
		gerir hann.  Og öðru sinni, er hann kafar, kennir hann stokksins og lyftir 
		nokkuð svo og fór upp og bakaðist. Og nú þriðja sinn kafar hann, og náir 
		hann stokkinum, og fluttu þeir hann til lands, og þá hjó Ásmundur upp 
		stokkinn með öxi, og gekk af hyrnan, er kom í sverðs eggina.  Ásmundur mælti: "Vel hefir þú veitt, karl, og þigg af mér 
		einn gullhring fyrir þitt starf, og vitja mín kunnliga, ef þú þarft."
		 Karl þakkaði honum vel, og skildust. Eftir það fór Ásmundur 
		heim og segir konungsdóttur.  Hún sagði: "Nú er mikið að unnið, og muntu vera ágætur maður. 
		Nú er ráð fyrir hendi: Ég vil senda þig til þeira hertuga í Saxlandi, er 
		ríkið hafa misst fyrir Hildibrandi, og til systur þeira, því að hún er 
		vitur kona, og er það mitt ráð að gerast þaðan til slíkra hluta sem þá 
		vill í hendur bera, því að flesta get ég stopalt ganga fyrir þér við 
		áræði þitt og góðan vopnakost."  Og síðan fór Ásmundur í braut. | Now to turn attention to Asmund Akason, who was out 
plundering, and the Vikings thought him undeviating and hardy in sea battles. 
There was a man named Eyvind Skinnholl, Danish by birth, a handsome man, rich 
and bold, and bore himself proudly. When the father and son, Aki and Asmund, 
came back from plundering, they were informed of the news of the fall of King 
Alf. They now sat in silence. Asmund did not know of the brotherhood between 
himself and Hildibrand, since his mother had not told him anything about it.
 | ||
| 6. Ásmundur kom til hertuga | Chapter 6: Asmund Comes to the Duke | ||
| Nú er að segja, hvað í Saxlandi er, að einn dag tók systir 
hertuga til orða: "Svo vísa mér draumar til sem oss muni sækja heim ágætur 
maður, sá er oss muni verða að mikilli hamingju og voru ríki."  Þeir bræður tóku því vel, og um kveldið þess dags sá þeir 
		ríða að höllinni mikinn mann með ágætligum vopnum, og hertugarnir gengu 
		í móti honum og buðu honum þar. Hann lést það þiggja mundu. Þeir settu 
		hann milli sín, en systir þeira skenkti og settist síðan á tal við hann 
		og bræður hennar.  Hún mælti þá: "Ekki er oss mjög kunnigt um yðra hagi, en sjá 
		kunnum vér það, að mikill tignarsvipur er yfir yður, og trúum vér, að 
		nokkuð gott leiði oss af þér og þinni hérkvámu. Nú munu þér heyrt hafa, 
		hverja nauð vér þolum fyrir ofríki Hildibrands Húnakappa. Vér gengum 
		fyrst undir skattgjald, en nú skulum vér mæta á hverjum misserum 
		hólmgönguboðum af hans berserkjum, og skal æ bú standa við hverja 
		hólmgöngu. Höfum vér nú svo misst bæði manna vorra og búa, og nú eru 
		eigi meir eftir en tólf bú vors hertugadæmis."  Ásmundur svarar: "Frú," segir hann, "mikinn skaða kærið þér 
		fyrir mér, og nauðsyn væri að hefta þenna storm, og til þess er ég hér 
		kominn að verja yðvart ríki, ef ég fæ."  Hertugarnir segja, að skammt mun líða, áður kraft mun vera 
		hólmgöngu. Ásmundur svarar: "Þá verður því að svara."  Hann er nú þar í góðu yfirlæti. | Now to speak of what was going on in Saxland, that one day 
the sister of the duke spoke: “A dream has shown me that a splendid man will 
seek us, who will bring us much good fortune and riches.” | ||
| 7. Frá Vögg, sendimanni Hildibrands | Chapter 7: Of Vogg, Hildibrand’s Messenger | ||
| Nú er að segja frá Lazino konungi og Hildibrandi Húnakappa, 
mági hans.  Hildibrandur segir: "Mun eigi kominn sá tími, er hólmgöngu 
		skal reyna við hertugana og menn þeira? Nú væri eigi torsóttligt að ná 
		þeim búum, er eftir eru."  Konungur mælti: "Gerum heldur mann til þeira og vita, ef 
		auðvelligar fáist."  Sá maður hét Vöggur, er sendur var. Frá hans ferð er ekki 
		sagt, fyrr en hann kemur til hertuganna. Hann gekk í höllina og fyrir 
		borð og mælti síðan: "Lazinus konungur og inn ríki Hildibrandur 
		Húnakappi vilja vita, hvort þið vilið koma til hólmstefnu eða láta 
		þrautlaust það, er eftir er."  Hertugarnir svara: "Svo er nú komið, ef of mikil þykkir vor 
		eiga, að lítið er að missa hjá því sem góðra drengja."  Ásmundur mælti: "Hví mæli þið svo? Mun eigi því meiri nauðsyn 
		að halda, er minna er eftir?"  Vöggur horfir á hann. Ásmundur mælti: "Hví horfir þú, svo 
		þrátt á mig?"  Hann segir: "Það berr til, að ég hefi eigi séð inn þriðja 
		mann jafnvirðuligan sem þið Hildibrandur eruð. Hann er ljósari, en þú 
		ert eigi óharðmannligri, og spurt hefir Hildibrandur, að ókunnur maður 
		var hér kominn með góð vopn, og ég skylda sjá þitt sverð."  Ásmundur bað hann ráða. Hann leit nú á og mælti: "Hér fara 
		vopnin eftir yfirsýn þeira, er eigu. Hitt er bjartara og gert betur, en 
		eigi er það snarpara."  Ásmundur kveðst eigi það vita, --"en vita munt þú vilja þitt 
		erendi."  Hann kvað svo vera. Ásmundur mælti: "Seg svo höfðingjum 
		yðrum, að koma mun maður af hendi hertuganna til hólmstefnu."  Nú reið Vöggur heim og kvaddi konung og Hildibrand.  Hildibrandur mælti: "Hver svör kanntu að segja af ráðagerð hertuganna?" 
 Vöggur svarar: "Þess er mér von, að þeir ljúgi eigi 
		hólmstefnu."  Hildibrandur mælti: "Þó eru þeir nú mjög herðir, eða veldur því sá inn ókunni maður, eða með hverjum svip sýndist þér hann? Þú ert glöggþekkinn." 
 Vöggur segir: "Hans yfirbragð er með því, að hann er látaður 
		vel og alllíkur yður í augum, og sýndist mér líkligur til, að vera muni 
		ofurhugi, og það sverð hefir hann, er ég sá ekki jafnlíkt því, sem þú 
		hefir, og það hygg ég, að ór einum afli sé borið."  Hildibrandur mælti: "Mikið finnst þér um þenna mann. Ætlar þú eigi, að mitt sverð muni vera jafnt hans sverði eða hann muni minn jafningi vera?" Vöggur svarar: "Eigi veit ég, hvort hann er þinn jafningi. 
		Hitt veit ég, að sá, er berst við hann, að hann kemur í þá raun, að hann 
		er víst dugandi maður."  Hildibrandur mælti: "Framarla segist þér frá." Og nú lætur Hildibrandur einn af sínum köppum ríða til hólmstefnu. 
 | Now to speak of King Lazinus and his in-law, Hildibrand 
Hunakappi. | ||
| 8. Ásmundur drap kappa Hildibrands | Chapter 8: Asmund Killed Hildibrand’s Champion | ||
| Og nú er Ásmundi sagt, og nú biður hann taka sinn hest og sín herklæði. Hertugar mæltu: "Vér bjóðum þér vort lið." Hann kvað einn skyldu einum í mót koma. Hann ríður nú þangað, sem hólmstefnan skyldi vera, og nú riðust þeir að með brugðnum sverðum, og ið fyrsta högg hjó Ásmundur hann sundur í miðju, fleygði síðan hlutunum út á ána, og rak þá fyrir höfuðborg konungs. Hildibrandur mælti: "Seint sækist vorum félaga að leysa þenna inn ókunna mann." Síðan mælti maður einn: "Herra," segir sá, "hér mun kostur að sjá hann, er hann rekur eftir ánni, og er nú í tveim hlutum." Hann mælti: "Ærið er þessi stórhöggur, og 
		skipist nú tveir af vorum mönnum og leysið hann því skjótara af hendi."
		 Þeir kváðu eigi það mikið verk. Hildibrandur mælti: "Vort gagn er það, ef þið vinnið skjótt sigur á honum." 
 Og annan dag eftir riðu þeir til vígvallar 
		tveir móti Ásmundi.  Hann mælti: "Hér hafa berserkir fásén lög, er tvö sverð koma í móti einu, en allbúinn er ég að frelsa þetta víg við ykkur tvo." 
 Þeim þótti óvirðuligt að standa tveir fyrir einum og hjuggu báðir til hans, en hann brá fyrir sig skildi og hjó sínu höggi hvorn til bana. Síðan reið hann aftur til hertuganna, en þeir gengu í mót honum með fagnaði. Hann kveðst ætla, að aftur hefði unnist þrjú bú þeim til handa í hans ferð. 
 Þá mælti systir hertuganna: "Eigi hafa villst vorir draumar um þessa manns kvámu. 
 Hann sat nú þar í veg miklum og hlaut af þessu frægð mikla. 
 
 Kapparnir kváðu það auðsætt, að þeir mundu skifta honum í sundur í fjóra staði, og nú riðu þeir til vígvallarins með góðum hjálmum og hvítum brynjum og hvössum sverðum. Nú kómu þessi tíðendi fyrir Ásmund og hertugana. Þá báðu þeir, að hann skyldi fara með jafnmörgum mönnum. Hann kveðst eigi það vilja, lét það vænst, að einn mundi senn einum í móti, en kvað mikið árnast, ef fjögur bú fengist. Og því næst fundust þeir. 
 Ásmundur mælti: "Það er auðsætt, að þér þykkist lítils verðir, og þér skipist fjórir í móti einum, og eigi mega þeir kappar heita, heldur safnaðarmenn." 
 Þeir urðu ákafa reiðir við orð hans og sóttu að honum þegar, en það sverð, er hann bar, beit brynjur og hjálma jafnslétt sem næfur og eirði ekki mannsbeinum né holdi, en sá reiddi til, er sterkan armlegg hafði og gott hjarta. Þeir fengu stór sár af honum, og skammt var í milli, og drap hann þá fjóra og rak þá út á ána með hestunum. Nú fréttir Hildibrandr þetta og mælti: "Er nú annaðhvárt, að menn vorir eru minni til herskapar en vér hugðum, eða elligar er sá forgangsmaður." Hann kallar þá til sín fimm ina grimmustu kappa, segir og kvað þeim eigi ofætlað, þótt þeir sigraði einn mann. Þeir kváðust ætla að færa í hóf hans dul og gefa dýrum hræ hans. Síðan ganga þeir út. En er Ásmundur spyrr þetta, þá mælti hann: "Í dag ætla ég að vinna til borðhalds mér." Þeir kváðust ætla ugga, að hann mundi of mikið ætla sér, en kváðust alla sæmd honum að launa eiga. Síðan hittast þeir og börðust þegar, og hjó Ásmundur stórt og tíðum, og lauk svo, að hann drap þá alla. 
 En er Hildibrandur spyrr þetta, mælti hann: "Seint dofnar hans hönd, og skammt skal til, að hann skal ná að berjast." 
 Þá mælti Hildibrandur: "Búist nú sex vorir menn, og mætti þér þá vinna þá frægð að hefna vorra manna." Síðan fóru þeir til hólms, og þá er Ásmundur spyrr þetta, bjóst hann skjótt og mælti: "Það sverð hefi ég, að jafngott er að drepa með sex menn sem þrjá. Og síðan fundust þeir. Þá mæltu kapparnir, að hann skyldi laust láta sverðið og gefast upp. Hann segir: "Það mun eigi að óhöggnum skildi. Er yður og ærin nauðsyn að hefna yðvarra manna." 
 Síðan börðust þeir, og sóttu hann fast. Hann kunni ið sama lag á að höggva sverðsegginni nú og fyrr, og þótt hann fengi sár, þá linaði hann ekki sverðshöggunum og hjó suma sundur í miðju, og svo lauk, að hann drap þá alla og fór aftur til hertuganna. Þeir gerðust fjölmennir, er ríkið vannst æ undir þá, og nú er í hvers manns húsi umræða um þenna kappa. 
 Og enn kómu þessi tíðendi fyrir Hildibrand, og mælti hann: "Rýrt verður nú tal vorra manna, eða hvað er nú eftir?" 
 "Herra," sögðu þeir, "eftir eru sex og tuttugu." 
 Hildibrandur svarar: "Svo mun nú mega metast héðan í frá, að þessi inn ókunni maður mun taliðr með stórköppum, og svo bleðr hann af sem við munim hittast verða, en senda skal enn sjau, þá er lengi hafa í minni þjónustu verið." Síðan bjuggust þeir. Ásmundi var sagt nú, að 
		eigi mundi setuefni.  Hann segir: "Er það þá eins snæðings hald, ef næðist sjau bú." Síðan fór hann, og kómu í móti honum sjau kappar. Þá mælti Ásmundur: "Fyrir hví hleypir Hildibrandur út mönnum sínum, en situr heima sjálfur og etur á mig smámenni?" Þeir reiddust mjög við orð hans og kváðu hann í enga raun koma skulu að berjast við Hildibrand. Síðan börðust þeir, og hversu sem að ortist, þá drap hann þá alla. Síðan hratt hann þeim út á ána. 
 En er Hildibrandur frá það, þá mælti hann: "Miklu eru nú stærri atburðir orðnir en vér megim láta af hyggjast. Nú skulu að honum átta berserkir, því að engum vorum er líft við það, ef eigi verða hefndir." 
 Síðan grenjuðu þeir mjög og bitu ór skjöldum, það er tók. En Ásmundur var með hertugunum, og kómu honum þessi tíðendi, að enn muni kostur að berjast. 
 Þá mælti systir hertuga: "Sæmd sú, er vér létum, er nú öll aftur komin og með meira mætti en vér höfum spurdaga til." Ásmundur segir: "Skulum vér til hætta, því að hann vill berserkjunum út egna, en engi máttur er yfir þeim, og betra mundi, að þeira ríkdómur legðist við vort ríki, því að þér misstuð rangliga." Síðan reið hann í mót þeim, og þegar þeir fundust, börðust þeir, og var sá fundur lengstur, en svo lýkur, að hann drepur þá alla. En er Hildibrandur spyrr þetta, eiskraði hann mjög og mælti: "Sá maður er hamingjudrjúgur, er ekki tjóar mannmergð í móti. Nú skulu að honum þeir ellifu, sem eftir eru." Og er Ásmundur spyrr þetta, þá þagnaði hann. Hertugarnir mæltu: "Nú viljum vér skipa liði með þér, en þú ver foringinn, og mun þér þá sigrast, en þú berst eigi einn við svo marga ofurhuga." Ásmundur svarar engu, og kom aftann, og snæða menn og fóru síðan að sofa. Ásmund dreymdi, að konur stóðu yfir honum með hervopnum og mæltu: "Hvað veit óttabragð þitt? Þú ert ætlaður að vera forgangsmaður annarra, en þú óttast ellifu menn. Vér erum spádísir þínar, og skulum vér vörn veita þér móti mönnum, er að berjast við hertuganá, en þá, er þú hefir að reyna við þig." Við þetta spratt hann upp og bjóst, en flestir löttu hann. Síðan reið hann í mót köppunum, en þeir þóttust ráð hans í gaupnum hafa og létu honum betur hent að ganga á hönd Hildibrandi en látast. Hann kvað þá sér eigi ófalari til dauða en þeir, sem fyrr drap hann, og kvað það auðvitað, að mikill mundi verða frægðar munur eins og ellifu. Síðan börðust þeir, og kringdu um hann, en hann var torsóttur, og festust vopnin lítt við hann, en sverð hans beit allt það, sem fyrir varð og það tók, og lauk svo, að hann veitti þeim öllum bana. Hertugarnir höfðu fylgt honum og kváðu hans afrek aldri mundu fyrnast, og gerðist það orð manna, að hann mundi eigi undan víkja, þótt sjálfur Hildibrandur Húnakappi kæmi í móti honum, er manna var frægastur í þann tíma. | And now it is told to Asmund, and now he asks to take his 
horse and battle clothes. | ||
| 9. Bardagi Ásmundar og Hildibrands | Chapter 9: The Battle of Asmund and Hildibrand | ||
| Og er Hildibrandur frá þetta, að kappar hans voru drepnir, þá kom á hann berserksgangur, og snerist þegar til ferðar og mælti: "Eigi skal það mælt, að ég hætta mönnum mínum út, en þora ég eigi sjálfur að berjast." En í vanstilli þessu, er á honum var og hann var á ferðina kominn, þá sá hann son sinn og drap hann þegar. Síðan ók hann upp með ánni Rín til móts við Ásmund. Þann skjöld hafði hann, er á voru markaðir menn svo margir sem hann hafði drepið. En er Ásmundur spurði þetta, þá bjóst hann til móts við hann. 
 En þegar er þeir fundust, þá börðust þeir, og voru flest högg ærið stór. En er þeir höfðu lengi barist af mikilli reiði, þá neytti Hildibrandur afls og hjó til Ásmundar af öllu afli tveim höndum, og í því er sverðið kom í hjálminn, þá brast það sundur undir hjaltinu, og fór brandurinn grenjandi niður í ána, en hann var þá sárr mörgum sárum. Síðan kvað hann vísur þessar:"Mjök er vandgætt, hvé verða skal of borinn öðrum at banorði. Þik Drótt of bar af Danmörku, en mik sjálfan á Svíþjóðu. Tveir váru þeir tyrvir gjarnir Buðla nautar, nú er brotinn annarr. Svá höfðu dvergar dauðir smíðat sem engi mun áðr né síðan. Stendr mér at höfði hlíf in brotna, eru þar taldir tigir ins átta manna þeira, er ek at morði varð. Liggr þar inn svási sonr at höfði, eptirerfingi, er ek eiga gat, óviljandi aldrs synjaðak. Bið ek þik, bróðir, bænar einnar, einnar bænar, eigi þú synja! Mik skaltu verja váðum þínum, fjörs bani fár annars mun. Nú verð ek liggja lífs andvana, mæki undaðr, þeims magnar sár." | And when Hildibrand heard that his champions had been killed, 
the fury of a berserk came over him, and he turned to go, and said: “It shall 
never be said that I sent my men out, but did not dare to fight myself.” | ||
| 10. Ásmundur fékk Æsu hinnar fögru | Chapter 10: Asmund Married Aesa the Fair | ||
| Eftir það dó Hildibrandur Húnakappi, og gerði Ásmundur virðuliga leiðslu hans og hugði þá illa sínu verki. Hann hitti þá ekki hertugana og fór þá á þann bæ, er móðir hans átti og Æsa in fagra, konungsdóttir. Þá ætlar maður að biðja hennar. Ásmundur kvað, er hann kom í hallardyrrnar: 
 | After that, Hildibrand Hunakappi died, and Asmund gave him an 
honorable burial, although he did not like what he had done. He did not meet any 
dukes there, and went then to that town, where his mother lived, and Aesa the 
Fair, the king’s daughter. A man was intending to propose to her. Asmund said, 
when he came into the door of the hall: | ||
| [HOME][BACK] SCHOLARSHIP & COMMENTARY | |||
| Medieval Scandinavia: An Encyclopedia, 1993: | "The 
		main MSS are SKB 7 4to of the early 14th century and AM 586 4to of the 
		15th century. The saga revolves around the notion that fate shapes 
		events. "...Ásmundar saga kappbana's mood is not tragic, merely psuedo-heroic. Accordingly, the non-tragic slaying of Hildibrandr is staged just prior to Asmund's wedding. With its celebration, fate and their saga have run their course. "Despite its ostensibly tragic theme, the reluctant slaying of a close kinsman in a duel, the saga is entertaining. Its fairy-tale setting initiates a swiftly moving plt that features lively dialogue and some carefully constructed scenes." | ||